Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. mars 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Fabregas: Reyni að láta Messi líða óþægilega
Fabregas í leik með Chelsea.
Fabregas í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas segir að Chelsea muni gera allt til að láta Lionel Messi líða óþægilega þegar leikið verður gegn Barcelona á miðvikudagskvöld.

Fabregas er fyrrum leikmaður Barcelona og er því að fara að mæta sínum gömlu félögum.

„Ef ég er það heppinn að fá að spila þá verðum við Messi vissulega nálægt hvor öðrum á vellinum. Það er erfitt að stöðva hann en ég mun gera allt til að reyna að fá honum til að líða óþægilega svo hann geti ekki framkallað fullkomna frammistöðu," segir Fabregas.

„Messi er andstæðingur sem vill vinna eins og ég. Við erum í sitthvoru liðinu og viljum það sem er best fyrir okkar félag. Augljóslega berum við virðingu fyrir hvor öðrum."

„Það truflar mig ekki að spila gegn fyrrum samherjum, gegn vinum mínum. Mér hefur alltaf liðið vel með það. Ég gerði það hjá Arsenal og núna með Chelsea. Ég er mjög gíraður í verkefnið og jafnvel enn gíraðri fyrst þetta eru fyrrum samherjar mínir," segir Fabregas.

Messi skoraði útivallarmark í 1-1 jafntefli Chelsea og Barcelona í fyrri leiknum. Það var í fyrsta sinn sem Messi nær að skora gegn Chelsea.

Það verður erfitt verkefni fyrir Chelsea á Nývangi á miðvikudag.

„Við megum ekki fara inn í leikinn með neikvætt hugarfar. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við verðum viðbúnir og njótum þess að spila svona stóran leik. Það er tilhlökkun," segir Fabregas.

Þess má geta að Andrés Inieasta er tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla og þá er ljóst að Philippe Coutinho spilar ekki en hann er ólöglegur eftir að hafa leikið fyrir Liverpool í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner