mið 14. mars 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur um FH: Getur ekki bara sankað að þér leikmönnum
Óli les hér yfir sínum mönnum.
Óli les hér yfir sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þú verður að setja þitt mark á þann hóp sem þú ert að fara að vinna með. Ég hef upplifað það áður að erfa hópa og erfa starfslið. Það er mín skoðun að þú þurfir eins og fljótt og hægt er að setja þín fingraför og þitt mark á þann hóp sem þú ætlar að vinna með til þess að geta náð árangri.
,,Þú verður að setja þitt mark á þann hóp sem þú ert að fara að vinna með. Ég hef upplifað það áður að erfa hópa og erfa starfslið. Það er mín skoðun að þú þurfir eins og fljótt og hægt er að setja þín fingraför og þitt mark á þann hóp sem þú ætlar að vinna með til þess að geta náð árangri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur notið mikillar velgengni síðustu ár.
FH hefur notið mikillar velgengni síðustu ár.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur í nýjasta þættinum af Návígi í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Þættirnir hafa vakið mikla athygli hjá fótboltaunnendum og er þessi þáttur með Óla Kristjáns í hlutverki viðmælanda virkilega fróðlegur.

Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Kristjánsson í Návígi

Óli tók við FH eftir síðasta tímabil. Heimir Guðjónsson var látinn fara og fóru strax af stað sögur um að Ólafur væri að snúa aftur í uppeldisfélag sitt í Hafnarfirðinum, núna sem þjálfari.

Ólafur hætti með Randers 5. október en degi eftir það var Heimi sagt upp störfum hjá FH. Þann 14. október var Óli kominn heim á klakann og tekinn við FH.

„Það eina sem ég hafði tekið ákvörðun um var að ég ætlaði að koma heim og sjá Ísland spila við Kosóvó. Ég tek ákvörðun um að koma heim, sjá þennan landsleik og fara í burtu frá þessu öllu. Helgina eftir, ef ég man rétt, þá fara hlutirnir að rúlla í þá átt að við tökum ákvörðun um það að Ísland sé næsti áfangastaður."

Óli segir að það verði að styrkja FH-liðið.

„FH er búið að njóta mikillar velgengni og þeir sem hafa verið að vinna að þessu eiga allt hrós skilið, bæði leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir," segir Ólafur.

„Ég met stöðuna þannig að það eru ákveðnir hlutir, að mínu mati, sem þarf að gera til þess að halda áfram á svipaðri braut; FH vill alltaf vera í toppbaráttu. Það þarf að taka á ákveðnum hlutum sem menn hafa kannski ákveðið að gera ekki áður, það þarf að styrkja innviði í yngri flokkum, samræma þjálfun yngri flokkanna og byggja upp innan frá en það þarf líka að að viðhalda því að vera áfram í fremstu röð og þá styrkja hópinn."

„Þú getur ekki bara sankað að þér leikmönnum, þú þarft líka að grisja út og finna ákveðið jafnvægi."

„Þú verður að setja þitt mark á þann hóp sem þú ert að fara að vinna með. Ég hef upplifað það áður að erfa hópa og erfa starfslið. Það er mín skoðun að þú þurfir eins og fljótt og hægt er að setja þín fingraför og þitt mark á þann hóp sem þú ætlar að vinna með til þess að geta náð árangri."

„Ég hugsa alltaf til lengri tíma"
Undirbúningstímabilið hefur ekki alveg farið að óskum fyrir FH-inga sem steinlágu til að mynda gegn Grindavík um helgina. Er Óli bjartsýnn fyrir sumarið?

„Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður. Ég held að fólk þurfi að átta sig á því að það eru ákveðin kaflaskil að því leyti að það eru þjálfaraskipti; farinn er þjálfari sem naut gríðarlegrar velgegni og vann gríðarlega gott starf. Það er kominn annar inn og menn vilja kannski í sama spori fara aðra leiðir til þess að ná góðum árangri. Ég hugsa alltaf til lengri tíma en veit að það þarf að skila úrslitum til styttri tíma," segir Ólafur.

„Ef okkur tekst að virkja þá góðu leikmenn sem hafa náð góðum árangri í FH og þá sem hafa ekki sýnt sitt rétta andlit á síðustu tímabilum, ef okkur tekst að virkja yngri mennina í hópnum og skapa ákveðna dýnamík og skapa ákveðna von um það að þú getir komist upp í meistaraflokkinn hjá FH ef þú ert nógu góður og ef okkur tekst að fá til okkar sterka leikmenn, skapa góða blöndu þá getum við haldið áfram að ná góðum árangri í FH."

„Stórt olíuskip, þú snýrð því ekki við á punktinum."



Smelltu hér til að hlusta á Óla Kristjáns í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner