Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Margeir í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að Sveinn Margeir Hauksson hafi skrifað undir samning. Hann mun því spila með liðinu í sumar.

„Sveinn er efnilegur og spennandi leikmaður sem kemur án efa til með að spila stórt hlutverk fyrir liðið næsta sumar," segir í tilkynningu frá félaginu.

Sveinn Margeir er kunnugur Dalvíkingum en hann er 16 ára gamall og uppalinn á Dalvík.

Sveinn kemur til liðsins frá KA þar sem hann hefur leikið undanfarin ár. Sveinn spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2015 fyrir Dalvík/Reynir, þá í 2.deild.

„Það er ávallt gleðiefni þegar heimamenn snúa aftur og merki um það góða starf sem verið er að vinna í kringum félagið okkar. Einnig er þetta viðurkenning fyrir þá stefnu sem félagið hefur tekið í því átaki að fjölga heimamönnum og byggja upp stemningu í kringum liðið," segja Dalvíkingar enn fremur.

Dalvík/Reynir gekk í gær frá samningi við varnarmanninn Kelvin Sarkorh.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner