Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiða Rakel og Sunna semja við Hauka
Heiða Rakel Guðmundsdóttir.
Heiða Rakel Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Heiða Rakel Guðmundsdóttir og Sunna Líf Þorbjörnsdóttir hafa framlengt samninga sína við Hauka og gilda nýir samningar þeirra til 31. desember 2019.

Heiða Rakel, sem er á 22. aldursári, á að baki 72 leiki fyrir meistaraflokk Hauka en hún er uppalin hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Í þeim 72 leikjum sem hún hefur spilað, þáhefur hún skorað 16 mörk og verið lykilmaður í sóknarleik liðsins. Þá á hún að baki tvo leiki með U19 landsliði Íslands.

Sunna Líf, sem er á 19. aldursári, á að baki 23 leiki fyrir meistaraflokk Hauka en hún er einnig uppalin hjá félaginu. Í þeim leikjum hefur hún skorað eitt mark. Sunna Líf hefur verið valin í æfingahópa U19 landsliðsins og staðið sig vel.

„Á Ásvöllum er verið að byggja til framtíðar og framlenging samninga við lykilmenn er stór liður í þeirri vinnu. Það ríkir gríðarleg ánægja með skuldbindingu Heiðu og Sunnu og við væntum mikils af þeim í komandi verkefnum," segir Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka í frétt sem sem birtist á heimasíðu félagsins.

Haukar féllu úr Pepsi-deildinni síðasta sumar en stefna væntanlega beint upp aftur. Metnaðurinn er mikill á Ásvöllum.
Athugasemdir
banner
banner
banner