Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. mars 2018 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drengirnir í U17 töpuðu lokaleiknum gegn Ítalíu
Byrjunarliðs Íslands í dag.
Byrjunarliðs Íslands í dag.
Mynd: Getty Images
Drengirnir í U17 landsliði Íslands þurftu að sætta sig við tap gegn Ítalíu í lokaleik sínum í mill­iriðlum undan­keppni EM 2018.

Ísland fékk kjörið tækifæri til að komast yfir í byrjun seinni hálfleiks en Andri Lucas Guðjohnsen lét markvörð Ítalíu verja vítaspyrnu sína. Ítalír náðu forystunni nokkrum mínútum síðar.

Lokatölur 1-0 og svekkjandi tap niðurstaðan.

Ísland tapaði öllum leikjum sínum í riðlinum, gegn Hollandi, Tyrklandi og í kvöld gegn Ítölum.

Það var Holland sem vann riðilinn.

Byrjunarlið Íslands:
Sigurjón Daði Harðarson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Teitur Magnússon
Atli Barkarson
Brynjar Snær Pálsson
Jóhann Árni Gunnarsson
Bendikt V. Warén
Sölvi Snær Fodilsson
Arnór Ingi Kristinsson
Kristall Máni Ingason
Andri Lucas Guðjohnsen (F)
Athugasemdir
banner
banner
banner