þri 13. mars 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dalvík/Reynir fær varnarmann frá Líberíu (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur gengið frá samningi við varnarmanninn Kelvin Sarkorh. Frá þessu greinir félagið í kvöld.

Kelvin þessi var á reynslu hjá Þór Akureyri fyrr í vetur en í tilkynningu frá Dalvík/Reynir í kvöld segir að hann hafi þá fangað athygli hjá þjálfurum og stjórn félagsins.

Hefur hann nú samið um að leika með Dalvík/Reyni í sumar.

Kelvin fæddist í Líberíu en fluttur ungur til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Louisburg og UNC Pembroke.

Kelvin er væntanlegur til landins í lok mánaðarins og nær því síðustu leikjum Dalvíkinga í Lengjubikarnum.

Kelvin er annar erlendi leikmaðurinn sem semur við liðið en markvörðurinn John Connolly er nú þegar kominn til landsins.

Dalvík/Reynir er í 3. deild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner