þri 13. mars 2018 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Á morgun er nýr dagur
Mynd: Getty Images
„Fyrsta markið var alltaf að fara að vera mikilvægt," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 2-1 tap gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. United er úr leik í keppninni eftir þetta tap á Old Trafford.

Blaðamaðurinn Tom Williams spyr sig á Twitter hvers vegna United hafi þá ekki reynt að skora þetta fyrsta mark.


„Við reyndum að vera agressívir og áræðnir frá fyrstu mínútu. Við skoruðum ekki og Sevilla hélt boltanum og stjórnaði leiknum vel."

„Við fengum góð færi en þeir skoruðu eitt mark og eftir það varð allt erfiðara. Þetta varð ómögulegt eftir seinna markið. Við áttum okkar kafla í leiknum en við stjórnuðum honum ekki vel. Ég get ekki sagt að leikmenn mínir hafi gert eitthvað rangt."

„Svona er fótboltinn, við töpuðum en á morgun er nýr dagur og á laugardaginn er annar leikur."

„Ég er ánægður að leikmennirnir séu ekki að fela það að þeir séu sorgmæddir, en við höfum engan tíma fyrir drama."
Athugasemdir
banner
banner