mið 14. mars 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool íhugar tilboð í Werner - Man Utd vill Fred
Powerade
Timo Werner framherji RB Leipzig.
Timo Werner framherji RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Wilshere gæti verið á leið til Everton.
Wilshere gæti verið á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af vangaveltum fyrir sumarið. Skoðum þær!



Liverpool er að íhuga að leggja fram tilboð í Timo Werner (22) framhrja RB Leipzig. (Independent)

Manchester City mun líklega ekki kaupa Fred (25) frá Shakhtar Donetsk í sumar. Manchester United hefur hins vegar áhuga. (Times)

Southampton vonast til að ráða Mark Hughes sem stjóra í dag. Hughes fær samning út tímabilið. (Telegraph)

Everton vonast til að fá Jack Wilshere (26) frá Arsenal í sumar en hann getur komið frítt þar sem samningur hans er að renna út. (Mirror)

Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar einnig að reyna að fá Phil Jones (26) varnarmann Manchester United. (Times)

Steve Walsh, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, vill fá Jamie Vardy (31) framherja Leicester. (Liverpool Echo)

Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City, segir að það sé ekki möguleiki fyrir félagið að fá Lionel Messi (30) frá Barcelona. (Sun)

West Ham ætlar að ráða nýjan yfirmann fótboltamála í lok tímabils til að reyna að bæta leikmannakaup félagsins. Stuðningsmenn hafa mikið gagnrýnt kaup West Ham undanfarin ár. (Evening Standard)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, vill að Massimiliano Allegri þjálfari Juventus taki við af Arsene Wenger í sumar. (Star)

WBA gæti sparað eina milljón punda með því að halda Alan Pardew sem stjóra þar til í júlí. (Mirror)

Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker (33) hjá Arsenal ætlar að leggja skóna á hilluna í lok tímabils. (Mail)

Tottenham gæti misst Son Heung-min (25) í tvö ár þar sem hann þarf að sinna herskyldu í Suður-Kóreu. Samkvæmt reglum þar í landi þurfa allir karlmenn að sinna herskyldu í 21 mánuð áður en þeir verða 28 ára gamlir. (Sun)

Faðir Neymar segir að framtíð hans liggi hjá PSG en ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi varðandi leikmanninn. (EPSN)

Crystal Palace er til í að selja nafnið á Selhurst Park leikvanginum til að fjármagna 100 milljóna punda endurhönnun á leikvanginum. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner