Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. mars 2018 11:36
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn West Ham flýja ólguna - Mættir í sólina í Miami
Allar áhyggjur settar til hliðar hjá Joe Hart og félögum.
Allar áhyggjur settar til hliðar hjá Joe Hart og félögum.
Mynd: Twitter
Leikmenn West Ham hafa sett falláhyggjur og mótmæli stuðningsmanna til hliðar og eru farnir að sleikja sólina. Liðið er komið í þriggja vikna frí eftir 3-0 tapið gegn Burnley á laugardaginn.

Næsti leikur liðsins verður fallbaráttuslagur gegn Southampton þann 31. mars.

Allt sauð upp úr í leiknum gegn Burnley um síðustu helgi, áhorfendur ruddust inn á völlinn og þá þurftu eigendur félagsins að fá fylgd öryggisgæslu því stór hópur stuðningsmanna reyndi að komast að þeim.

David Moyes, stjóri West Ham, hefur ákveðið að flýja með leikmannahóp sinn til Flórída þar sem liðið verður í æfingabúðum í sólinni.

Leikmenn voru myndaðir þar sem þeir voru að slaka á við sundlaugabakkann á Fontainebleau hótelinu sem er við ströndina.

Þar á meðal voru hinn meiðslahrjáði Andy Carroll, landsliðsmarkvörðurinn gagnrýndi Joe Hart og fyrirliðinn Mark Noble.

West Ham er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner