mið 14. mars 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Birna Kristjáns í Stjörnuna (Staðfest)
Birna Kristjánsdóttir.
Birna Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Markvörðurinn Birna Kristjánsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna en hún fékk leikheimild með liðinu í dag. Birna er 31 árs gömul en hún hefur spilað í Noregi undanfarin ár.

Birna er uppalin hjá Breiðabliki en hún hefur einnig spilað með Val, HK/Víkingi, Völsungi og ÍR á Íslandi.

Á árunum 2010 til 2013 var Birna í marki Breiðabliks en hún spilaði sex leiki í Pepsi-deildinni með Val 2014 áður en hún fór út til Noregs.

Gemma Fay, landsliðsmarkvörður Skotlands, var aðalmarkvörður Stjörnunnar í fyrra en hún verður ekki áfram hjá félaginu.

Birna og Berglind Hrund Jónasdóttir berjast því um markvarðarstöðuna. Berglind varði mark Stjörnunnar þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2016 en hún lék þrjá leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner