Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. mars 2018 12:03
Magnús Már Einarsson
Gylfi frá í 6-8 vikur - Klár fyrir HM!
Icelandair
Gylfi fagnar marki með landsliðinu.
Gylfi fagnar marki með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson verður frá keppni í 6-8 vikur vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir gegn Brighton um síðustu helgi. Everton staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Það þýðir að hann verður klár í slaginn í lok apríl eða byrjun maí og verður kominn á fulla ferð fyrir HM í sumar. Óttast hafði verið að þátttaka Gylfa á HM væri í hættu en nú er ljóst að hann verður klár í slaginn í tæka tíð.

Óvíst er hins vegar hvort Gylfi komi meira við sögu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en síðasti leikur Everton þar er gegn West Ham þann 13. maí. Næstsíðasta umferðin er 5. maí en þá mætir Everton liði Southampton. Huddersfield er andstæðingurinn í 36. umferðinni þann 28. apríl.

„Við munum fylgjast með framgangi Gylfa vikulega ásamt læknaliðinu og við vinnum náið með honum eins og öðrum meiddum leikmönnum til að hann geti byrjað að spila aftur eins fljótt og hægt er," sagði Sam Allardyce stjóri Everon.

Gylfi verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Perú og Mexíkó síðar í mánuðinum. Ísland mætir Noregi í vináttuleik á Laugardalsvelli þann 2. júní og þá er stefnt á annan vináttuleik 6. júní. Gylfi ætti að ná að æfa í einhverjar vikur áður en kemur að þessum leikjum.

Ísland mætir síðan Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi þann 16. júní næstkomandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner