Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. mars 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Vill að Alexis Sanchez fari á bekkinn
Erfið byrjun hjá United.
Erfið byrjun hjá United.
Mynd: Getty Images
Charlie Nicholas, sérfræðingur Sky Sports, segir að koma Alexis Sanchez til Manchester United hafi truflað flæðið í spili liðsins síðan hann kom frá Arsenal í janúar. Nicholas telur að Sanchez eigi að fara á bekkinn í næsta leik.

„Í byrjun tímabils var flæði hjá Manchester United. Paul Pogba spilaði hátt uppi með Jesse Lingard þar á bakvið og Romelu Lukaku spilaði sinn leik," sagði Nicholas eftir tap United gegn Sevilla í gær.

„Allt í einu kemur Sanchez og þá er Marcus Rashford hent út og Anthony Martial færður til. Allt í einu er öllu liðinu breytt til að troða Sanchez inn."

„Sanchez verðskuldar ekki að vera í liðinu í augnablikinu. Hann hugsar of mikið um sjálfan sig og missir boltann of oft. Ég er viss um að stuðningsmenn Manchester United horfa og segja 'Hvenær ætlar hann að gera eitthvað fyrir okkur?"

„Hann virðist vera að leggja hart að sér en þetta er Manchester United og þú þarft að standa þig í hverjum leik. Hann er ekki að því."

Athugasemdir
banner