mið 14. mars 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Heimir: Kannski kærkomið frí fyrir Gylfa
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gylfi fær núna frí sem er kannski kær­komið fyr­ir hann því Gylfi hef­ur spilað meira og minna alla leiki Evert­on á tíma­bil­inu," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í dag.

Everton greindi frá því í hádeginu að Gylfi Þór Sigurðsson verði frá keppni næstu 6-8 vikurnar vegna meiðsla á hné en hann meiddist gegn Brighton um síðustu helgi.

Gylfi verður því klár fyrir HM í sumar en óvíst er hvort hann komi meira við sögu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Við lít­um bara á þetta með já­kvæðum aug­um og von­andi hef­ur þetta ekki áhrif á í hvernig standi hann verður á HM sum­ar. Hann ætti að geta náð síðustu leikj­um Evert­on á tíma­bil­inu sem er bara gott mál,“ sagði Heimir við mbl.is.

„En auðvitað vill eng­inn meiðast og maður veit aldrei hvernig menn bragg­ast af meiðslum. Sum­ir eru fljót­ari að ná sér en ætl­ast er til en aðrir leng­ur. Von­andi verður bara Gylfi fljót­ur að ná sér, bæði fyr­ir hann og landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner