Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. mars 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Evrópudeildin hefur aldrei verið betri
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Evrópudeildin hafi aldrei verið eins erfið og á þessu tímabili.

Arsenal er með 2-0 forystu fyrir síðari leikinn gegn AC Milan í 16-liða úrslitunum annað kvöld en Wenger vill meina að það verði erfitt að vinna keppnina í ár.

„Evrópudeildin er mjög sterk á þessu tímabili, þú sérð það á liðunum sem eru þarna," sagði Wenger.

„Við spilum gegn Milan til að eiga möguleika á 8-liða úrslitunum og þú sérð öll liðin sem eru þarna - Milan, Dortmund, Atletico Madrid, Arsenal og öll frönsku liðin."

„Þú ert með mörg góð lið þarna og þessi keppni er kannski betri í ár en nokkru sinni fyrr."

Athugasemdir
banner
banner
banner