mið 14. mars 2018 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Barcelona og Chelsea: Dembele og Giroud koma inn
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna byrjunarliðin fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Chelsea heimsækir Barcelona í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn á Brúnni í Lundúnum endaði 1-1 og ljóst er að verkefnið verður erfitt fyrir Chelsea. Sevilla sýndi það hins vegar að það er allt hægt í þessari Meistaradeild.

Bæði lið gera eina breytingu frá fyrri leiknum. Ousmane Dembele kemur inn í byrjunarliðið fyrir Paulinho og ljóst er að hann kemur inn með meiri hraða í byrjunarliðið.

Hjá Chelsea hlustar Antonio Conte á stuðningsmenn og byrjar með Oliver Giroud sem fremsta menn, ekki Eden Hazard, sem er úti á kanti. Alvaro Morata byrjar á bekknum.

Hér að neðan eru byrjunarliðin en leikurinn hefst 19:45 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Umtiti, Pique, Alba, Busquets, Iniesta, Rakitic, Dembele, Messi, Suarez.
(Cillessen, Paulinho, Alcacer, Digne, Gomes, Vidal, Vermaelen)

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Rudiger, Christensen, Azpilicueta, Moses, Kante, Fabregas, Alonso, Hazard, Giroud, Willian.
(Caballero, Morata, Pedro, Bakayoko, Zappacosta, Cahill, Emerson)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner