Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Þægilegur sigur hjá Juventus sem jók forskot sitt
Matuidi skoraði seinna mark Juventus.
Matuidi skoraði seinna mark Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 0 Atalanta
1-0 Gonzalo Higuain ('29 )
2-0 Blaise Matuidi ('81 )
Rautt spjald: Gianluca Mancini, Atalanta ('79)

Juventus átti ekki í teljandi vandræðum með Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni á þessum miðvikudegi.

Þetta er í þriðja sinn á nokkuð skömmum tíma þar sem þessi lið mætast en þau áttust við í tveggja leikja rimmu í undanúrslitum ítalska bikarsins. Juventus vann báða leikina í því einvígi 1-0.

Í dag var Juventus sterkari aðilinn og skoraði Gonzalo Higuain fyrsta markið á 29. mínútu, staðan 1-0 í hálfleik.

Juventus refsaði fyrir rautt spjald sem Atalanta fékk með marki frá miðjumanninum Blaise Matuidi á 81. mínútu og niðurstaðan ráðin. Juventus sigldi sigrinum eftir seinna markið og lokatölur 2-0.

Juventus jók forstot sitt á toppi deildarinnar með þessum sigri. Atalanta er áfram í áttunda sæti með 41 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner