Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. mars 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Leikur Liverpool og Everton færður - Klopp ósáttur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur látið í ljós ósætti sitt við þá ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að færa viðureign liðsins gegn Everton fram um 26 klukkutíma.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram sunnudaginn 8. apríl klukkan 14:15 en mun nú fara fram á laugardeginum. Breytingarnar voru gerðar eftir meistaradeildardráttinn í dag en Liverpool mun spila síðari leik sinn gegn Manchester City þriðjudaginn 10. apríl.

Breytingin gefur Liverpool meiri tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik en Klopp hefur áhyggjur af því hvaða áhrif hún mun hafa á leikinn gegn Everton sem verður án efa mikilvægur í baráttunni um 4. sæti deildarinnar.

Manchester City munu einnig spila á laugardeginum og geta tryggt sér enska meistaratitilinn þann dag með sigri á nágrönnum sínum í Manchester United.

„Ég veit að í sumum löndum er leikdögum frestað svo að lið geti verið í sínu besta standi. Við spilum við Everton þremur dögum eftir fyrri leikinn gegn Manchester City. Það er ekki frábært en við þurfum að fara erfiðu leiðina, ég er vanur því."

„Ef ég má ekki vera reiður yfir svona hlutum og segja eitthvað þá er ég dauður. Sá sem gerði leikjaplanið hélt augljóslega ekki að við kæmumst svona langt."

„Afhverju er að minnsta kosti ekki hægt að hafa hann klukkan 3 eins og venjulegan leik? Setjið hann á venjulegan leiktíma ekki þegar fólk er að borða morgunmat."


Athugasemdir
banner
banner
banner