fös 16. mars 2018 23:05
Ingólfur Stefánsson
Lengjubikar B deild: Kári og KF með sigra
Andri Júlíusson skoraði
Andri Júlíusson skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í B deild Lengjubikars karla í kvöld. Kári og Vestri mættust í Akraneshöllinni og KF mætti Leikni F. í Boganum á Akureyri.

Andri Júlíusson kom Kára yfir gegn Vestra á 22. mínútu leiksins. Staðan í hálfleik 1-0.

Pétur Bjarnason jafnaði metinn fyrir Vestra þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Áður en flautað var til leiksloka náðu Gylfi Brynjar Stefánsson og Ragnar Már Lárusson að skora fyrir Kára og tryggja 3-1 sigur.

Kári með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en fyrsta tap Vestra þýðir að liðið er í 3. sæti með sex stig.

KF vann 2-1 sigur á Leikni. KF komust yfir á 25. mínútu en Leiknismenn jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks.

Sigurmark leiksins kom á 59. mínútu fyrir KF. Liðin eru jöfn með 6 stig eftir þrjá leiki í riðli 4 í B deildinni.

Kári 3-1 Vestri
1-0 Andri Júlíusson ('22)
1-1 Pétur Bjarnason ('55)
2-1 Gylfi Brynjar Stefánsson ('66)
3-1 Ragnar Már Lárusson ('80)

KF 2-1 Leiknir F.
1-0 Markaskorara vantar ('25)
1-1 Almar Daði Jónsson ('49)
2-1 Markaskorara vantar ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner