Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. mars 2018 10:00
Gunnar Logi Gylfason
Wolves keppist við Arsenal um leikmann AC Milan
Powerade
Andre Silva gæti verið á leiðinni til Englands
Andre Silva gæti verið á leiðinni til Englands
Mynd: Getty Images
Wilshere á leiðinni til Everton?
Wilshere á leiðinni til Everton?
Mynd: Getty Images
Slúður dagsins er tilbúið. Gjörið svo vel!



Real Madrid og Bayern hafa komist að samkomulagi um félagaskipti pólska framherjans Robert Lewandowski. Umboðsmaður framherjans hefur einnig rætt við Chelsea og Man Utd (Mundo Deportivo)

Raphael Varane, 24 ára varnarmaður Real Madrid, segir að Man Utd vilji fá sig. Frakkinn var fenginn til Real á meðan Jose Mourinho var við stjórnvölinn þar. (Sun)

Everton er tilbúið að borga Arsenal 8 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Jack Wilshere, en samningurinn hans við Arsenal rennur út í sumar. (Times)

Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, segist ekki vera á förum frá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Spáni. (Evening Standard)

Borussia Dortmund hefur áhuga á 18 ára leikmanni West Ham, Domingos Quina. (Sun)

Tottenham ætlar að framlengja samning Suður-Kóreumannsins Son Heung-min. Núverandi samningur hans gildir til 2020. (Sky Sports)

West Brom hefur áhuga á að fá Michael Appleton, aðstoðarþjálfara Leicester City, til að taka við Alan Pardew. Starf Pardew er í hættu. (Telegraph)

Ef Wolves kemst upp í ensku úrvalsdeildina mun félagið keppast við Arsenal um framherja AC Milan, Andre Silva. Nuno Espirito Santo, þjálfari Wolves, hefur unnið með framherjanum hjá Dragoes. (Mirror)

Alisson, markvörður Roma, hefur verið orðaður við Liverpool en hann hefur þó meiri áhuga á að fara til Real Madrid. (Express)

Antonio Conte, þjálfari Chelsea, segir að Gary Cahill og Alvaro Morata þurfi að leggja hart að sér til að fá sæti í byrjunarliðinu aftur svo þeir auki líkurnar á að komast á HM með landsliðum sínum í sumar. (Express)

Chris Coleman segist ekki vera á förum frá Sunderland þó liðið fali niður um deild, svo lengi sem eigendurnir vilja hafa hann ennþá. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner