lau 17. mars 2018 20:35
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sviss: Rúnar skoraði og lagði upp í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
St. Gallen 2-1 Grasshopper
1-0 Rúnar Már Sigurjónsson ('48)
1-1 J. Rhyner ('51)
2-1 N. Ben Khalifa ('82)

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og lagði upp 2-1 sigri St. Gallen á Grasshopper í kvöld.

Rúnar var lánaður til St. Gallen í janúar en hann kom þangað á láni frá einmitt liðinu sem þeir mættu í kvöld, Grasshopper.

Staðan var markalaus í hálfleik en Rúnar hamraði boltann í netið af löngu færi í upphafi seinni hálfleiks og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.

Þremur mínútum síðar jafnaði Rhyner fyrir gestina og staðan var 1-1 þangað til á 82. mínútu en þá átti Rúnar Már sendingu á Ben Khalifa sem afgreiddi boltann í netið og 2-1 sigur heimamanna í St. Gallen niðurstaðan.

St. Gallen er í öðru sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar jafnt Basel að stigum sem er í þriðja sæti með verri markatölu. Young Boys situr á toppnum með 19 stiga forystu á St. Gallen og Basel.

Þá er einnig vert að segja frá því að Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Zürich sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Young Boys. Zürich er í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner