sun 18. mars 2018 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Jafnt í stórleik Breiðabliks og Vals
Agla María er að eiga virkilega gott undirbúningstímabil.
Agla María er að eiga virkilega gott undirbúningstímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Aftureldingu/Fram.
Úr leik hjá Aftureldingu/Fram.
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik 1 - 1 Valur
1-0 Agla María Albertsdóttir ('8)
1-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('69)

Stórliðin Breiðablik og Valur gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikars kvenna þegar liðin áttust við í Fífunni í gær.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir eftir aðeins átta mínútur en Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði fyrir Val þegar rétt rúmar 70 mínútur voru til leiksloka í Fífunni.

Bæði Agla og Ásdís eru nýir leikmenn í sínum liðum. Agla kom til Blika frá Stjörnunni og Ásdís kom í Val úr KR. Þær eru báðar að eiga mjög sterkt undirbúningstímabil.

Eftir þennan leik í gær eru Valskonur á toppi riðiilsins í A-deildinni með 10 stig, tveimur stigum meira en Blikar þegar bæði lið hafa leikið fjóra leiki og eiga enn leik eftir.

Efstu fjögur liðin í riðlinum spila í undanúrslitum.

C-deild
Það var einnig spilað í C-deild Lengjubikars kvenna í gær en þar var einnig jafnt á öllum tölum, Þróttur Reykjavík gerði jafntefli við sameiginlegt lið Aftureldingar og Fram.

Fyrsta leik Aftureldingar/Fram, sem valtaði yfir 2. deild kvenna í fyrra, var frestað og var þetta því fyrsti leikur liðsins. Hann byrjaði vel og komst liðið yfir eftir þrjár mínútur en Þrótturum tókst að jafna metin þegar lítið var búið af seinni hálfleiknum.

Afturelding/Fram er því með eitt stig, en Þróttur vann sinn fyrsta leik gegn Víkingi Ó. og er því með fjögur stig.

Í þessum riðli eru einnig ÍA og Álftanes.

Þróttur R. 1 - 1 Afturelding/Fram
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('3)
1-1 Andrea Rut Bjarnadóttir ('47)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner