Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. mars 2018 11:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar um PSG: Fimm mánuðir hafa liðið eins og fimm ár
Neymar er sagður ósáttur í herbúðum PSG.
Neymar er sagður ósáttur í herbúðum PSG.
Mynd: Getty Images
Orðrómur hefur verið um að Neymar vilji yfirgefa Paris Saint-Germain eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu en þessi orðrómur virðist hafa einhvern rétt á sér ef marka má ummæli Brasilíumannsins í samtali við UOL Esporte í heimalandinu.

„Fimm mánuðir hafa liðið eins og fimm ár hjá PSG," sagði Neymar í samtali við UOL Esporte.

Hann ku vera ósáttur með það hversu oft er brotið á honum í frönsku úrvalsdeildinni en hann er í augnablikinu meiddur, hann braut bein í rist og gæti misst af restinni af tímabilinu.

„Mér finnst of mikið brotið á mér, já. Það er ósanngjarnt," segir Neymar en hann hefur eitthvað til síns máls. Brotið er á honum að meðaltali 5,2 sinnum í leik í Frakklandi en á meðan hann var á Spáni var brotið af honum 3,2 sinnum að meðaltali yfir fjögur ár.

Neymar er sagður vilja fara aftur til Spánar, aftur til Barcelona. Það er þó spurning hvort Börsungar hafi efni á þessum dýrasta knattspynumanni sögunnar

Hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner