banner
   sun 18. mars 2018 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Vissum að þetta yrði erfitt
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stýrði Chelsea til sigurs gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Conte er sáttur með sína menn og hlakkar til að mæta Southampton í undanúrslitaleik á Wembley.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, við lentum í vandræðum með þá á heimavelli síðast. Við getum ekki verið annað en ánægðir með sigurinn í dag," sagði Conte við BBC að leikslokum.

„Strákarnir spiluðu vel og sýndu mikinn karakter. Þeir voru orkumiklir þrátt fyrir erfitt tap gegn Barcelona."

Conte hrósaði Alvaro Morata og N'Golo Kante eftir leikinn. Morata skoraði fyrsta mark Chelsea í leiknum. Hann er í samkeppni við Olivier Giroud um byrjunarliðssæti.

„Morata var góður í dag og skoraði mikilvægt mark. Hann vinnur mikið fyrir liðið með og án boltans, hann er ungur og er að gera vel á sínu fyrsta heila tímabili á Englandi.

„N'Golo er stórkostlegur leikmaður, hann er gæðaleikmaður og var stórkostlegur gegn Barcelona og aftur í dag gegn Leicester."

Athugasemdir
banner
banner
banner