Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 18. mars 2018 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Ronaldo setti fernu gegn Girona
Skorar meira en Manchester United
Mynd: Getty Images
Real Madrid 6 - 3 Girona
1-0 Cristiano Ronaldo ('11)
1-1 Christian Stuani ('29)
2-1 Cristiano Ronaldo ('47)
3-1 Lucas Vazquez ('59)
4-1 Cristiano Ronaldo ('64)
4-2 Christian Stuani ('67)
5-2 Gareth Bale ('86)
5-3 Juanpe ('88)
6-3 Cristiano Ronaldo ('91)

Real Madrid mætti Girona í ótrúlega fjörugum leik þar sem níu mörk voru skoruð.

Á fyrri hluta tímabils var mikið verið að tala um að Cristiano Ronaldo væri á leið niður á við, enda að eldast. Hann setti fjögur mörk í leiknum og er þar með búinn að skora 21 mark í öllum keppnum á árinu, mest allra í bestu deildum Evrópu.

Ronaldo skoraði snemma leiks en markavélin Christian Stuani jafnaði með sínu sextánda marki í deildinni og var staðan jöfn í hálfleik.

Ronaldo kom sínum mönnum aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks og lagði þriðja mark Real upp fyrir Lucas Vazquez, fimm mínútum áður en hann fullkomnaði þrennu og staðan orðin 4-1.

Stuani minnkaði muninn fyrir Girona en Gareth Bale, sem kom inn af bekknum, skoraði fyrir Real. Juanpe minnkaði svo muninn áður en Ronaldo gerði síðasta mark leiksins í uppbótartíma.

Ronaldo er næstmarkahæstur í deildinni, þremur mörkum eftir Lionel Messi og einu fyrir ofan Luis Suarez. Real er í þriðja sæti, fjórum stigum eftir Atletico.

Girona er tveimur stigum frá evrópudeildarsæti eftir tapið. Þar er liðið í baráttu við Villarreal, Sevilla og Real Betis.




Athugasemdir
banner
banner