Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 18. mars 2018 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Fiorentina endurnefnir æfingasvæðið í höfuðið á Astori
Mynd: Getty Images
Fiorentina er búið að tilkynna að félagið mun endurnefna æfingasvæði félagsins eftir fyrirliðanum Davide Astori, sem lést í svefni fyrir tveimur vikum.

Astori fór að sofa fyrir leik Fiorentina gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese sem átti að fara fram sunnudaginn 4. mars og vaknaði ekki aftur.

Astori var elskaður og dáður af samherjum jafnt sem andstæðingum og er hans sárt saknað. Hann skilur eftir sig dóttur og ekkju.

„Síðasta vika hefur verið afar erfið og við viljum þakka samúðarkveðjurnar og ástina sem við höfum fengið," sagði Mario Cognini, framkvæmdastjóri félagsins, við Mediaset Premium.

„Við höfum ákveðið að tileinka Astori æfingasvæðið, því þetta var hans annað heimili. Hann eyddi oft frítíma sínum hér með fjölskyldunni.

„Æfingasvæðið mun því ekki heita Campini lengur, heldur Centro Sportivo Davide Astori."


Fiorentina hafði betur gegn Torino í dag og er búið að vinna þrjá leiki í röð, tvo eftir fráfall Astori.
Athugasemdir
banner
banner
banner