Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. mars 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Young framlengir við Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United ákvað að virkja ákvæði í samningi Ashley Young sem framlengir samning hans við félagið um eitt ár.

Young hefur verið að gera góða hluti í stöðu vinstri bakvarðar og átti draumaleik gegn Liverpool á dögunum þar sem hann hélt hinum funheita Mohamed Salah niðri.

Young er 32 ára gamall og var kallaður upp í enska landsliðið sem mætir Hollandi og Ítalíu í æfingaleikjum fyrir HM.

Young er gríðarlega fjölhæfur og getur spilað nánast hvar sem er á vellinum. Young hefur gert 7 mörk í 31 landsleik fyrir England og er meðal reyndari leikmanna hópsins.

„Ég hef alltaf viljað vera hérna eins lengi og mögulegt er. Ég væri til í að klára ferilinn hjá United," sagði Young, sem spilaði áður fyrir Watford og Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner