Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Þetta rugl er komið á endastöð hjá Aroni
89 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spilar mögulega sinn fyrsta leik síðan í nóvember þegar Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik í Bandaríkjunum á föstudaginn.

Aron þurfti að fara í aðgerð á ökkla í desember en hann hefur hafið æfingar að nýju og er allur að koma til.

Undanfarin ár hefur Aron oft verið tæpur fyrir landsleiki vegna meiðsla og til að mynda var mikil óvissa um þátttöku hans í nokkrum leikjum á EM í Frakklandi.

Aron hefur alltaf náð að harka af sér og spila en Jóhann Berg Guðmundsson, liðsfélagi hans, skaut létt á hann í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Aron Einar er alltaf tæpur þegar hann mætir í landsleiki," sagði Jóhann Berg þegar Fótbolti.net ræddi við hann á æfingasvæði Burnley fyrr í mánuðinum.

„Hann er búinn að selja ykkur fréttamönnum það að hann sé íslenski víkingurinn og nái á einhvern ótrúlegan hátt að verða heill fyrir hvern leik," sagði Jóhann léttur í bragði. „Við vitum alveg að hann verður alltaf heill og er alltaf að fara að spila."

„Þetta rugl er komið á endastöð hjá honum. Við heyrum samt örugglega eitthvað nýtt fyrir HM. Hann finnur eitthvað nýtt strákurinn svo allir Íslendingar verði ánægðir með að hann spili og sjái hvað hann er mikill víkingur,"
sagði Jóhann og brosti breitt.

Sjá einnig:
Jói Berg: Það eru margir sem fíla Ísland í dag
Jói Berg fer yfir HM: Stríðum öllum ef við spilum okkar leik
Landsliðshópurinn gegn Mexíkó og Perú
Athugasemdir
banner
banner
banner