Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. mars 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Deschamps: Pogba ekki að njóta sín
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins segir að Paul Pogba sé ekki að njóta sín í núverandi stöðu sinni hjá Manchester United.

Pogba hefur ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jose Mourinho. Þessi 25 ára miðjumaður ,sem gekk til liðs við United á nýjan leik frá Juventus fyrir 89 milljónir punda árið 2016, hefur verið á varamannabekknum í síðustu þremur leikjum liðsins.

Pogba er í franska landsliðshópnum sem mætir Rússlandi og Kólumbíu í vináttulandsleikjum á næstu dögum en Deschamps hefur áhyggjur af stöðu hans.

„Ég veit ekki hvað er í gangi, hann mun örugglega útskýra þetta betur fyrir mér. Þetta er staða sem hann nýtur ekki."

„Það er erfitt að útskýra það hvers vegna staðan er eins og hún er."

Pogba var ónotaður varamaður þegar Manchester United tryggði sig í undanúrslit FA bikarsins með 2-0 sigri gegn Brighton. Tottenham stendur nú í vegi fyrir úrslitaleiknum en liðið gæti tryggt sér titilinn í annað skipti á þremur árum.

Athugasemdir
banner
banner