Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. mars 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Scholes: Shaw getur orðið sá besti ef hann fer
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United telur að Luke Shaw geti orðið besti vinstri bakvörður í heimi svo lengi sem hann yfirgefi félagið.

Shaw sem er 22 ára gamall hefur ekki fengið mikinn spiltíma undir stjórn Jose Mourinho og samband þeirra er ekki talið vera gott.

Ansi líklegt þykir að Shaw yfirgefi United næsta sumar og hefur leikmaðurinn til að mynda verið orðaður við Tottenham.

„Ég tel enn að hann geti orðið sá besti í heimi," sagði Scholes við BT Sport.

„Ég held að þjálfarar fái það stundum á heilann að einhver leikmaður sé ekki fyrir þá. Fyrir mér getur hann verið frábær en það virðist sem þjálfarinn sjái alltaf eitthvað slæmt við hann."

„Það er svekkjandi því að það bjuggust allir við meiru frá honum. Ég reikna með að samband hans við United endi í sumar."


Shaw hefur spilað 62 leiki fyrir Manchester United á fjórum árum en meiðsli hafa haft mikil áhrif á feril hans hjá liðinu auk þess sem erfiðlega hefur gengið hjá honum að heilla Mourinho sem hefur gagnrýnt leikmanninn opinberlega oftar en einu sinni.

Athugasemdir
banner
banner