Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. mars 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Britos vill gleyma leiknum gegn Liverpool sem fyrst
Salah fór illa með Britos í fyrsta marki leiksins
Salah fór illa með Britos í fyrsta marki leiksins
Mynd: Getty Images
Miguel Britos var í byrjunarliði Watford gegn Liverpool á laugardaginn. Þetta var aðeins þriðji leikur varnarmannsins, sem hefur verið að glíma við meiðsli, á árinu.

Britos fékk það verkefni að reyna að stöðva hinn sjóðheita Mo Salah en það gekk alls ekki vel.

Salah skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í viðbót í 5-0 sigri Liverpool.

„Það er erfitt að tapa svona," sagði Britos eftir tapið.

„Ég gerði mörg mistök og ég vill gleyma þessum leik sem fyrst. Núna verðum við að undirbúa okkur fyrir næsta heimaleik."

„Salah er mjög sterkur og snöggur leikmaður. Hann náði mér oft í einn á einn stöðu og hann er mun sneggri en ég svo þetta var erfitt. Hann var mjög góður í leiknum."


Salah hefur nú skorað 36 mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar í augnablikinu með 28 mörk.
Athugasemdir
banner
banner