Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. mars 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Lyon á leið í bann frá Evrópukeppnum
Mynd: Getty Images
Franska knattspyrnufélagið Lyon er á leið í bann frá Evrópukeppnum í kjölfar ólæta stuðningsmanna liðsins fyrir leik gegn CSKA Moskvu í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag.

Lyon fékk skilorðsbundið bann frá Evrópukeppnum í apríl á síðasta ári eftir slagsmála stuðningsmanna og nú hefur skilorðið verið rofið.

Félagið hefur fengið kæru á hendur sér frá Evrópska knattspyrnusambandinu fyrir framferði stuðningsmannanna sem gerðu sig seka um rasisma og slagsmál auk þess að sprengja flugelda og koma í veg fyrir að aðrir stuðningsmenn kæmust inn á völlinn.

Að sögn lögreglu á svæðinu voru allt að 150 stuðningsmenn sem tóku þátt í óeirðunum og áttu í handalögmálum við lögregluþjóna fyrir utan Groupama völlinn fyrir leik.

Dæmt verður í málinu 31. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner