þri 20. mars 2018 10:51
Magnús Már Einarsson
ÍR fær landsliðsmann St. Kitts og Nevis (Staðfest)
Már Viðarsson, Magnús Þór Jónsson og Nile Walwyn.
Már Viðarsson, Magnús Þór Jónsson og Nile Walwyn.
Mynd: Getty Images
ÍR hefur fengið varnarmanninn Nile Walwyn til liðs við sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar. Nile gerði samning út tímabilið.

„Nile er fæddur í júlí 1994 og verður því 24ra ára í sumar. Nile er varnarmaður að upplagi, stór og líkamlega sterkur með góða tækni," segir á Facebook síðu ÍR.

„Hann er landsliðsmaður St. Kitts and Nevis sem er eyja í Karíbahafi, á 2 landsleiki að baki og telur skref sitt í ÍR verða líklegt til að ýta honum enn meir í sviðsljósið og fjölga þar með landsliðssénsum."

„Nile hefur hafið æfingar með ÍR og mun hefja leik um leið og öll pappírsvinna er að baki."


Þá hefur varnarmaðurinn Már Viðarsson einnig skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR en hann hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár.

Komnir:
Alexander Kostic frá Gróttu
Andri Þór Magnússon frá Gróttu
Aron Skúli Brynjarsson frá Val
Björgvin Stefán Pétursson frá Leikni F.
Brynjar Óli Bjarnason frá Breiðabliki
Gísli Martin Sigurðsson frá Breiðabliki
Gylfi Örn Öfjörð frá Grindavík
Máni Austmann Hilmarsson á láni frá Stjörnunni
Nile Walwyn frá Nýja-Sjálandi
Patrik Sigurður Gunnarsson á láni frá Breiðablik
Teitur Pétursson frá Kára

Farnir:
Jón Arnar Barðdal í Stjörnuna (Var á láni)
Óskar Jónsson í Breiðablik (Var á láni)
Renato Punyed (Var á láni)
Sergine Fall í Vestra
Athugasemdir
banner
banner