banner
   þri 20. mars 2018 22:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
„Usain Bolt mun ekki gera neitt sem knattspyrnumaður"
Bolt að sýna takta.
Bolt að sýna takta.
Mynd: Getty Images
Xavi, fyrrum fyrirliði Barcelona, segir að fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt muni aldrei verða að alvöru fótboltamanni. Hann segir að hraði sé ekki einungis það sem þarf í fótboltanum.

Enda sýndi Xavi okkur að hraði er alls ekki það mikilvægasta í knattspyrnu. Xavi var talinn einn af bestu miðjumönnum síns tíma og lagði upp leik sinn á tækni meira en hraða.

Fyrrum spretthlauparinn Usain Bolt vonast ennþá til að fá tækifæri sem atvinnumaður í fótbolta.

Bolt, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United, hefur fengið að æfa með Borussia Dortmund í landsleikjahléinu í mars.

„Ég elska Usain bolt, þrátt fyrir það mun hann ekkert gera neitt sem knattspyrnumaður," sagði Xavi.

„Hann er frábær íþróttamaður, sem knattspyrnumaður þarftu að hafa tækni. Enginn hleypur hraðar en Bolt, hann má eiga það. Þú þarft samt að vera með fótboltaheila og tækni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner