Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. mars 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rojo tæklaði og móðgaði Sanchez sem svaraði í sömu mynt
,,Vinir?
,,Vinir?
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo var líklega eini leikmaðurinn hjá Manchester United sem hlakkaði ekki til að fá Alexis Sanchez til félagsins.

Sanchez kom til Manchester United frá Arsenal í janúarglugganum í skiptidíl fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Mikil ánægja ríkti á meðal stuðningsmanna Man Utd eftir komu Sílemannsins sem á þó eftir að sýna sínar bestu hliðar hjá félaginu. Í viðtali við TyC Sports segir Rojo að samband sitt við Sanchez, áður en hann kom til United, hafi ekki verið gott.

„Alexis er frábær leikmaður en við náðum ekki saman inn á vellinum," segir Rojo. „Í hvert skipti sem við mættumst, hvort sem það var í landsleik eða með Man Utd og Arsenal, þá sparkaði ég mikið í hann og hann gerði það sama við mig."

„Ég móðgaði hann líka oft, og hann svaraði í sömu mynt."

„Þegar ég komst að því að hann væri að koma hingað, þá sagði ég við sjálfan mig, 'andskotinn, núna verður þessi gaur hér."

„Við vorum í Dúbaí þegar félagaskipti hans gengu í gegn. Ég sat í stól og var að horfa á bíómynd þegar Jose Mourinho klappaði á öxlina mína og sagði við mig 'Við erum að kaupa Alexis. Ég vil ekki sjá þig meiða hann á æfingu á morgun.'

„Hann grét svo úr hlátri."

Eins og fyrr segir hefur Sanchez ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í treyju Manchester United. Stuðningsmenn félagsins halda í vonina að hann muni bæta úr því sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner