Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. mars 2018 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo leist vel á þessa fimm - Hvar eru þeir í dag?
Ronaldo er einn besti leikmaður allra tíma.
Ronaldo er einn besti leikmaður allra tíma.
Mynd: Getty Images
Hazard er aðalmaðurinn í Chelsea en er ekki á sama hæfileikastigi og Messi og Ronaldo.
Hazard er aðalmaðurinn í Chelsea en er ekki á sama hæfileikastigi og Messi og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Memphis höndlaði ekki pressuna á Old Trafford.
Memphis höndlaði ekki pressuna á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Pogba þarf að gera betur.
Pogba þarf að gera betur.
Mynd: Getty Images
Ödegaard er í láni í Hollandi þar sem hann fær tækifæri til að þróa leik sinn áður en hann snýr aftur til Real Madrid.
Ödegaard er í láni í Hollandi þar sem hann fær tækifæri til að þróa leik sinn áður en hann snýr aftur til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Árið 2015 fór Cristiano Ronaldo í viðtal hjá BT Sport þar sem hann nefndi fimm leikmenn sem hann hugsaði sér að gætu komist langt í fótboltanum, jafnvel alla leið á toppinn.

Ronaldo sem hefur farið ansi langt sjálfur, þar á meðal unnið fimm Gullknetti (e. Ballon d'Or) tippaði á Eden Hazard, Memphis Depay, Paul Pogba, Neymar og Martin Ödegaard.

„Þú sérð marga leikmenn sem geta náð langt, ég nefni Martin Ödegaard leikmann Real Madrid, hann er 16 ára en þú getur séð að hann er mjög góður," sagði Ronaldo við BT Sport.

„Hazard er líka annað dæmi, sjöan í Manchester (Depay) er góður leikmaður líka, Pogba og kannski Neymar."

En hvar eru þessir leikmenn, sem Ronaldo var svo hrifinn af, staddir á sínum ferli í dag?

Eden Hazard
Þegar Ronaldo kaus að nefna Hazard var belgíski landsliðsmaðurinn búinn með tvö tímabil hjá Chelsea.

Hazard er enn hjá Chelsea og er aðalmaðurinn þar. Hann hjálpaði liðinu að verða Englandsmeistari á síðustu leiktíð.

Hazard er orðinn 27 ára og er vissulega góður í fótbolta en er ekki á sama hæfileikastigi og Ronaldo og Messi.

Memphis Depay
Memphis, sá leikmaður átti að vera næsti Ronaldo fyrir Manchester United. Hann var látinn fá treyju númer sjö en pressan var of mikil fyrir hann og hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit.

Er í dag að spila fyrir Lyon í Frakklandi og er að gera ágætis hluti þar. Hann dreymir enn um að verða besti fótboltamaður heims.

„Auðvitað vil ég verða sá besti í heimi. Ég vil spila á móti bestu liðum og bestu leikmönnunum. Ég veit ekki alveg hvað ég þarf að bæta í mínum leik til að ná þessum hæðum," sagði Memphis í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal +.

Sjá einnig:
Memphis: Auðvitað vil ég verða sá besti

Paul Pogba
Pogba er mikið í fjölmiðlum þessa daganna. Nú síðast í gær þegar hann litaði hárið sitt blátt.

Pogba hefur líka komið sér í fréttirnar af öðrum ástæðum. Eftir að hafa verið magnaður fyrir Juventus var hann keyptur aftur til Manchester United sumarið 2016. Hann varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar (innsk. blaðamanns - met sem síðan þá hefur verið slegið) og byrjaði nokkuð vel hjá United en síðan þá hefur hann dalað. Hann hefur verið langt frá því að vera góður á seinni hluta þessa tímabils. Stuðningsmenn Man Utd vilja meira fyrir peninginn.

En það er nægur tími fyrir Pogba, hann er bara 25 ára.

Neymar
Líklega sá leikmaður á þessum lista, sem er næst Ronaldo hvað varðar hæfileika á fótboltavellinum.

Hann varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar síðasta sumar er PSG reif fram veskið og sótti hann frá Barcelona

Hann er í augnablikinu meiddur en áður en hann meiddist skoraði hann 28 mörk og lagði upp 16 í 30 leikjum fyrir PSG.

Martin Ödegaard
Hvar er Martin Ödegaard? „Hæpið" í kringum hann áður en hann var keyptur til Real Madrid frá norska liðinu Stromsgödset árið 2015 var gígantískt. Ödegaard var 16 ára og var honum líkt við Messi og alla aðra sem mönnum datt í hug.

Mikið var horft á myndbönd af honum á Youtube og börðust mörg lið um hann en Real hreppti hann.

Ödegaard er í dag 19 ára gamall og er í láni hjá Herenveen í Hollandi þar sem hann fær tækifæri til að þróa leik sinn.

Ronaldo hefur séð eitthvað gott við Ödegaard til að setja hann á þennan lista og rétt eins og Pogba, Neymar og hinir tveir á listanum hefur hann nægan tíma. Hann er jú, bara 19 ára gamall.

Hver af þessum leikmönnum mun ná lengst? Endilega segðu þína skoðun í ummælakerfinu.

Hér að neðan er myndband af því þegar Ödegaard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni, í 7-3 sigri á Getafe. Hann kom inn á fyrir títtnefndan Ronaldo.

Sjá einnig:
Ödegaard stoltur af fyrsta leiknum á Bernabeu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner