Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 21. mars 2018 13:30
Fótbolti.net
Toyota styrkir kvennaumfjöllun á Fótbolta.net
Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrra.  Hvaða lið vinnur Pepsi-deildina í ár?
Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrra. Hvaða lið vinnur Pepsi-deildina í ár?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net og Toyota hafa gert með sér samstarfssamning hvað varðar umfjöllun um kvennafótbolta á síðunni. Toyota mun styrkja umfjöllun Fótbolta.net um kvennafótbolta næsta árið.

Fótbolti.net hefur fjallað ítarlega um Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og einnig bætt umfjöllun um 1. deildina verulega. Stefnt er á að halda áfram á sömu braut í sumar og samstarfið við Toyota er liður í því.

„Við hjá Toyota erum einstaklega ánægð og stolt af því að styrkja umfjöllun um kvennaboltann á stærstu íþróttavefsíðu landins og styðja þannig við það flotta starf sem Fótbolti.net hefur unnið fyrir íþróttina í heild sinni hér á landi," segir Mist Edvardsdóttir markaðsfulltrúi hjá Toyota.

„Það er okkur sannur heiður að efla enn frekar umfjöllun um kvennaboltann og auka sýnileika svo yngri kynslóðir landsins fái tækifæri til að eignast flottar fótboltafyrirmyndir, jafnt konur sem karla."

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 3. maí næstkomandi með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks. Áður en að því kemur mun Fótbolti.net hita vel upp fyrir mótið líkt og undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner