Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. mars 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH skoðar miðvörð sem var síðast á mála hjá Portland Timbers
Rennico Clarke.
Rennico Clarke.
Mynd: Portland Timbers
FH hefur verið að styrkja sig vel.
FH hefur verið að styrkja sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tilkynnti í dag um félagskipti kantmannsins Zeiko Lewis til félagsins. Lewis sem er landsliðsmaður Bermúda var valinn af New York Red Bulls í nýliðavali bandarísku deildinni í fyrra.

Lewis var með FH í æfingaferð á Marbella á Spáni á dögunum en þar kom hann við sögu í tveimur æfingaleikjum.

Lewis, sem er 22 ára gamall, er ekki fyrsti leikmaðurinn sem FH semur við fyrir tímabilið sem er framundan. Ólafur Kristjánsson tók við liðinu eftir síðasta tímabil og hefur fengið nokkra stóra pósta eins og Geoffrey Castillion, Guðmund Kristjánsson, Kristinn Steindórsson og Hjört Loga Valgarðsson.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var sagt frá því að Hafnarfjarðarfélagið væri ekki hætt á markaðnum og væri með miðvörð til skoðunar, Rennico Clarke.

Hann var síðast á mála hjá Portland Timbers í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið með varaliðinu.

FH samdi á dögunum um að fá miðvörðinn Edigerson Gomes Almeida á láni frá Henan Jianye í Kína. Þau félagskipti hafa vakið athygli en leikmaðurinn var fyrir nokkrum árum einn öflugasti varnarmaðurinn í dönsku úrvaldseildinni.

Gomes kemur á láni til 30. júní til að byrja með en hann er meiddur og því er óvíst hvort að hann komi til með að ná að spila leik með FH.

Því eru líkar á því að FH sé að fá Clarke til skoðunar ef Gomes nær ekki að jafna sig á meiðslunum.

Sjá einnig:
FH ber engan kostnað af komu Gomes - Kemur á láni út júní

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida frá Henan Jianye á láni
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Zeiko Lewis frá Bandaríkjunum

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Białystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic
Athugasemdir
banner
banner
banner