Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. mars 2018 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN  
Sá sem var kosinn „ofmetnastur" mætir ekki Íslandi
Icelandair
Dos Santos á ferðinni með landsliði Mexíkó.
Dos Santos á ferðinni með landsliði Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Giovani Dos Santos hefur hlotið þann vafasama heiður að vera „ofmetnasti leikmaðurinn í MLS-deildinni".

ESPN fékk 104 leikmenn í MLS-deildinni í Norður-Ameríku til að kjósa (nafnlaust) til um ofmetnasta leikmann deildarinnar og var það Dos Santos, sem er fyrrum leikmaður Barcelona og Tottenham, sem endaði efstur í kjörinu.

„Hann er góður leikmaður, en ég held að bandarískir fjölmiðlar meti hann of mikið á fyrri árangri hans með Barcelona og Tottenham, frekar en á frammistöðu hans í MLS-deildinni," sagði einn leikmaður sem tók þátt í kjörinu við ESPN.

„Hann selur marga miða á leiki LA Galaxy þar sem mexíkóska samfélagið er stórt í Los Angeles. En hann hefur ekki sömu áhrif á deildina og David Villa og Sebastian Giovinco."

Hinn 28 ára gamli Dos Santos skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú á síðasta tímabili er LA Galaxy var eitt slakasta lið deildarinnar.

Michael Bradley, sonur Bob Bradley, var annar í kjörinu á eftir Dos Santos en 21% af þeim sem tóku þátt í könnuninni neituðu að gefa upp svar sitt við spurningunni.

Dos Santos er mexíkóskur landsliðsmaður en hann mætir ekki Íslandi á föstudaginn vegna meiðsla. Bróðir hans Jonathan, sem spilar einnig fyrir LA Galaxy, verður heldur ekki með í leiknum.

Ísland mætir Mexíkó á heimavelli San Fransisco 49ers í Santa Clara á föstudagskvöldið og á miðvikudaginn er það svo Perú í New Jersey.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner