Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
   fim 22. mars 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Jón Daði: Var best í stöðunni að láta Stam fara
Icelandair
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að flestir hafi verið farnir að búast við þessu. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska," segir Jón Daði Böðvarsson um tíðindi vikunnar frá hans félagsliði, Reading.

Knattspyrnustjórinn Jaap Stam var látinn taka pokann sinn en Reading er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti í Championship-deildinni ensku.

„Þessar fréttir komu mér ekki í opna skjöldu. Miðað við hvað þjálfarar fá stuttan tíma í þessari deild þá fékk hann góðan tíma. Ég held að það hafi verið best í stöðunni."

Persónulega hefur Jóni Daða þó gengið vel.

„Ég er að eiga eitt mitt besta tímabil í atvinnumennskunni. Ég er að skora mikið af mörkum og finna mig vel inni á vellinum. Ég er sáttur við persónulegu frammistöðuna mína þó það sé auðvitað leiðinlegt þegar gengi liðsins er svona."

„Þetta hefur verið ansi erfitt, mikið af jafnteflum og töpum. Við höfum ekki unnið í 18 leikjum í röð núna. Okkur vantar gríðarlega að fá sigur í pokann. Þetta er ekki nægilega gott og það er erfitt að komast út úr svona," segir Jón Daði.

Hann er með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þar sem framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú. Er hann farinn að finna að það styttist í HM?

„Það er rosalega stutt í þetta en ég hef reynt að hugsa ekki neitt út í þetta. Mér finnst það ekkert hjálpa. Frammistaða mín með Reading skilar góðri frammistöðu með landsliðinu svo Reading er í forgangi núna ásamt því að gera mig kláran fyrir landsliðið."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Jón Daði og Kolbeinn ekki með gegn Mexíkó
Athugasemdir
banner
banner
banner