Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Jökull lánaður í ensku utandeildina (Staðfest)
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Twitter
Jökull Andrésson, 17 ára gamall markvörður Reading, hefur verið lánaður til Camberley Town FC í einni af ensku utandeildunum.

Camberley spilar í deild sem mætti kalla níundu efstu deild á Englandi.

Jökull spilaði fyrsta leikinn á þriðjudagskvöld í 1-0 tapi Camberley gegn Banstead FC. Hann stóð sig vel í leiknum og fékk mikið hrós.

Jökull spilar síðan sinn annan leik í kvöld við Greenford United en nokkuð óvenjulegt er að svo ungir leikmenn séu lánaðir í meistaraflokk á Englandi.

Í fyrra samdi Jökull við Reading en bróðir hans Axel Óskar Andrésson hefur leikið með liðinu síðan árið 2014.

Arsenal vildi fá Jökul í sínar raðir í fyrra þar sem félagið taldi hann einn af þremur bestu ungu markmönnum í Englandi. Hann ákvað hins vegar að hafna samningi frá Arsenal og semja við Reading.

Jökull hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir tíu mánaða fjarveru vegna meiðsla á hné.
Athugasemdir
banner
banner
banner