Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. mars 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fimm stuðningsmenn West Ham í lífstíðarbann
Mynd: Getty Images
West Ham United hefur sett fimm stuðningsmenn liðsins í lífstíðarbann eftir hegðun þeirra um helgina.

Hamrarnir töpuðu þriðja leiknum í röð í fallbaráttunni þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley kíktu í heimsókn.

Þetta var niðurlægjandi 3-0 tap á heimavelli og voru stuðningsmenn West Ham brjálaðir á meðan á leiknum stóð.

David Sullivan, eigandi félagsins, fékk klink í hausinn og náðu nokkrir stuðningsmenn að hlaupa inn á völlinn og hafa afskipti af leikmönnum.

Einn áhorfandinn hljóp að Mark Noble, fyrirliða Hamranna, og annar að James Collins, varnarmanni liðsins. Félagarnir tóku ekki vel í vallarinnrásina og skellti Noble einum manninum í jörðina og hraunaði rækilega yfir hann.

Noble segist skilja reiði stuðningsmanna. Hann geti þó ekki sætt sig við þessa hegðun þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner