Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 23. mars 2018 09:51
Magnús Már Einarsson
Áhyggjur af hugarfari Pogba og Sanchez
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin eru róleg í dag og pakkinn er nokkuð stuttur í dag miðað við oft áður.



Tottenham er að íhuga að borga þriggja milljóna punda riftunarverð í samningi Jonny Evans (30) ef WBA fellur. Arsenal gæti líka reynt að krækja í Evans. (Telegraph)

Zlatan Ibrahimovic (36) mun gera samning við La Galaxy út næsta ár eftir að hafa yfirgefið Manchester United í gær. Samningurinn færir honum eina milljón punda. (Sports Illustrated)

Menn hjá Manchester United hafa áhyggjur af hugarfari Paul Pogba (25) og Alexis Sanchez (29) en Jose Mourinho er ekki að ná því besta út úr þeim. (Telegraph)

Juventus ætlar ekki að reyna að fá Hector Bellerin (23) bakvörð Arsenal þar sem félagið vonast til að landa Matteo Darmian (28) frá Manchester United. (Goal)

Lucas Perez (29) framherji Arsenal, vill koma aftur út í ensku úrvalsdeildina eftir erfiða dvöl hjá Deportivo La Coruna þar sem hann hefur fengið slæma útreið hjá stuðningsmönnum. (Independent)

Jan Oblak (25) markvörður Atletico Madrid segist ekki vita hvort hann verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili eða ekki. Arsenal vill fá Oblak til að fylla skarð Petr Cech (35). (London Evening Standard)

Willy Caballero (36) markvörður Chelsea verður áfram hjá félaginu þar til í júní 2019. Thibaut Courtois (25) gæti hins vegar verið á förum en hann verður samningslaus í lok tímabils. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner