Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 23. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Eiður og Sveppi á Bolton leik - „Langar bara að vera inn á"
Eiður sneri aftur til Bolton árið 2014.
Eiður sneri aftur til Bolton árið 2014.
Mynd: Getty Images
Næstkomandi mánudag, 26. mars, kemur þáttaröðin "Gudjohnsen" í Sjónvarp Símans Premium en um er að ræða þáttaröð um magnaðan feril Eið Smára Guðjohnsen. Eiður og Sveppi tóku þáttaröðina upp fyrr í vetur.

Sjá einnig:
Mourinho tók víkingaklappið í viðtali við Sveppa um Eið Smára

Hér að ofan má sjá klippu úr þáttunum þar sem Eiður og Sveppi fóru á leik með Bolton Wanderers.

Eiður er goðsögn hjá Bolton eftir að hafa slegið í gegn hjá félaginu á árunum 1998 til 2000 og aftur tímabilið 2014/2015. Eiður segir erfitt að horfa á fótboltaleiki og fá ekki að taka þátt í þeim.

„Mig langar bara að vera inn á. Þetta er erfitt. Mig langar að vera í fótbolta. Ég er að drepast í hásininni og get ekki æft af viti. Ég gæti spilað einn leik en þá þyrfti ég viku hvíld eða eitthvað," sagði Eiður.

Bolton óskaði eftir að Eiður myndi fara inn á í hálfleik til að veifa áhorfendum. Sveppi bauðst til að fara með honum en Eiður afþakkaði það pent!

Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér að ofan.

Um þættina
Í þáttaseríunni GUDJOHNSEN gerir sjónvarpsmaðurinn -og skemmtikrafturinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

Saman ferðast vinirnir til 9 landa og gera þeim 16 félagsliðum sem Eiður spilaði fyrir á 22 ára tímabili skil. Þeir heimsækja borgir -og bæi sem Eiður hefur búið í í gegnum árin, kíkja á vellina sem hann hefur spilað á, skoða gömul heimili hans, hitta fyrrverandi kollega -bæði innan vallar sem utan og fara almennt yfir hvernig líf Eiðs var á hverjum stað og á hverri stund fyrir sig.

Þetta ferðalag Sveppa og Eiðs í gegnum fortíðina er fræðandi og á sama tíma skemmtilegt þar sem persónulega nálgunin og áratuga löng vinátta þeirra skín í gegn og býður upp á frábæra og afslappaða skemmtun.

Þáttur 1 “Barnakarl” -Æskuslóðir í Breiðholti. ÍR. Valur. PSV Eindhoven.

Þáttur 2 “Harðákveðin” - KR. Bolton. Chelsea. Jimmy Floyd Hasselbaink.

Þáttur 3 “The Special One” - Chelsea. Gianfranco Zola. Frank Lampard. Jose Mourino.

Þáttur 4 “La buena vida” - Barcelona. Andrés Iniesta.

Þáttur 5 “Vegbúinn” - Monaco. Tottenham. Stoke. Fulham. AEK Athens.

Þáttur 6 “Draumur um Kína” - Cercle Brugge. Club Brugge. Bolton. Shijiazhuang Ever Bright.

Þáttur 7 “Fyrir Ísland” - Molde. Landsliðið. Ole Gunnar Solskjær.

Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium frá og með mánudeginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner