Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 24. mars 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Skiptir litlu máli hvað ráðherranum finnst
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem vilja sniðganga Rússland og þar af leiðandi Heimsmeistaramótið.

Boris vill sniðganga Rússland vegna ýmissa mála frá undanförnum árum, en aðallega vegna nýlegs máls sem snýr að eitrun feðginanna Sergei og Yulia Skripal á breskri grundu.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, telur ekki að þetta mál muni setja þátttöku landsliðsins á HM í hættu.

„Það skiptir mig litlu máli hvað utanríkisráðherranum finnst," sagði Southgate á fréttamannafundi.

„Ég mætti á Álfumótið í Rússlandi í fyrra og það var allt frábært í kringum það. Leikvangarnir voru fullkomnir og æfingasvæðin frábær. Ég hef mætt á nokkur Heimsmeistaramót og er umgjörðin í Rússlandi engan veginn síðri en á öðrum stöðum."

Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í Rússlandi og telur Southgate að það sé ekki hlutverk Englendinga að gagnrýna Rússa, þegar Englendingar eiga sjálfir langt í land með að uppræta sína eigin fordóma.

Southgate var svo spurður hvort hann myndi fara til Rússlands sem stuðningsmaður.

„Ég myndi mæta til Rússlands, ég hef komið þangað nokkrum sinnum og hefur alltaf liðið ótrúlega vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner