Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. mars 2018 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Valur í úrslit eftir sannfærandi sigur
Patrick Pedersen skoraði tvennu og var maður leiksins.
Patrick Pedersen skoraði tvennu og var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 Stjarnan
1-0 Patrick Pedersen ('8)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('64)
2-1 Dion Acoff ('68)
3-1 Patrick Pedersen ('85)

Valur lenti ekki í miklum erfiðleikum gegn Stjörnunni er liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikarsins á Hlíðarenda.

Patrick Pedersen skoraði snemma leiks eftir sniðuga stoðsendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Guðjón var snöggur að hugsa þegar Valur fékk aukaspyrnu og sendi boltann á Patrick sem var aleinn og kláraði vel.

Valsarar fengu nokkur færi til að bæta öðru marki við en Garðbæingar héldu sér inn í leiknum.

Þrautseigja Stjörnunnar borgaði sig þegar Hilmar Árni Halldórsson jafnaði í síðari hálfleik með góðu skoti utan teigs. Dion Acoff var þó snöggur að koma Val aftur yfir eftir lága fyrirgjöf frá Sigurði Agli Lárussyni.

Stjörnumenn héldu þeir væru búnir að jafna þegar boltinn fór beint inn úr hornspyrnu en dómarinn dæmdi brot og var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ekki ánægður.

Valsarar komust nálægt því að bæta við forystuna og innsiglaði Patrick Pedersen sigurinn eftir glæsilegt samspil við Tobias Thomsen.
Athugasemdir
banner
banner