Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 23. mars 2018 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Bjössi Hreiðars: Spilum alltaf bara einn leik í hverri umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur lenti ekki í erfiðleikum gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld.

Patrick Pedersen skoraði tvö í 3-1 sigri og var Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, ánægður með sína menn að leikslokum.

„Við vorum mjög góðir lengst af í þessum leik. Við reynum að halda boltanum og stjórna tempóinu," sagði Bjössi að leikslokum.

Bjössi var mjög ánægður með frammistöðu Tobias Thomsen sem réði öllu á miðjunni og lagði síðasta mark leiksins upp fyrir Patrick Pedersen.

Haukur Páll Sigurðsson átti að byrja á miðjunni í dag en var tekinn úr byrjunarliðinu vegna smávægilegra meiðsla.

„Hann meiddist aðeins í upphitun en það er ekkert alvarlegt. Við erum að fara út eftir tvo daga og það er stutt í mót, við viljum ekki taka óþarfa áhættur með menn sem eru hálftæpir."

Bjössi segist ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum síðasta sumar.

„Ég held að við séum ekki með fleiri stig heldur en nokkuð annað lið í byrjun og við spilum alltaf bara einn leik í hverri umferð.

„Ég held að hvert lið ætti bara að hugsa um sjálft sig og sjá hverju það skilar. Við ætlum allavega að gera það."

Athugasemdir
banner
banner