Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 23. mars 2018 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Páll: Skoruðum löglegt mark úr horni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tapaði 3-1 fyrir Val í undanúrslitum Lengjubikarsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, er sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap.

Rúnar er ósáttur með að annað mark Stjörnunnar hafi ekki verið dæmt gilt og telur að leikurinn hefði getað endað öðruvísi.

„Við vorum að spila ágætlega í þessum leik, við vorum alveg á pari við Valsmenn bróðurpartinn af leiknum. Við vorum að vinna með ákveðið mynstur og það gekk ágætlega, þeir sköpuðu sér ekki mikið," sagði Rúnar að leikslokum.

„Við erum klaufar í öðru markinu hjá þeim þar sem Hörður hefði átt að taka manninn sinn aðeins betur, þetta var ekki alveg nógu góður varnarleikur."

Stjörnumenn héldu að þeir væru búnir að jafna í 2-2 þegar knötturinn fór í markið beint úr hornspyrnu, en dómarinn dæmdi aukaspyrnu.

„Síðan skorum við löglegt mark úr horni sem var dæmt fríspark. Þá hefði leikurinn kannski breyst aðeins."

Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Stjörnunnar en hann er kominn aftur eftir að hafa verið á láni hjá Kerala Blasters á Indlandi, þar sem hann þótti standa sig feykilega vel.

„Það er gott að fá Gauja heim, hann styrkir liðið."

Stjarnan á leik við FH 5. apríl og fer í kjölfarið í tíu daga æfingaferð til Spánar fyrir sumarið.

Rúnar segist ekki ætla að styrkja hópinn frekar fyrir sumarið og segir að liðið muni setja sér markmið fyrir sumarið í æfingaferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner