Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. mars 2018 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Viðar Ari maður leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brann 1 - 1 Sandnes Ulf
1-0 Ludcinio Marengo ('34)
1-1 Kent Eriksen ('73)

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Brann gegn Sandnes Ulf í æfingaleik í Noregi.

Viðar lagði upp eina mark Brann í leiknum. Hann var snöggur að hugsa og tók stutta hornspyrnu, en markið er hægt að sjá hér fyrir neðan. Viðar var maður leiksins að mati Bergens Tidende.

Viðar þarf að leggja mikið á sig í vor vilji hann komast til Rússlands með íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali á dögunum að Viðar eigi enn möguleika á að komast í hópinn, þrátt fyrir að vera ekki valinn fyrir verkefnin gegn Mexíkó og Perú.

Viðar er 24 ára gamall og á fjóra A-landsleiki að baki. Hann lék með Fjölni í sex ár áður en hann hélt til Noregs í fyrra.



Athugasemdir
banner