lau 24. mars 2018 01:53
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Mexíkó - Leikurinn hefst 2:30
Icelandair
Stuðningsmaður Mexíkó.
Stuðningsmaður Mexíkó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Mexíkó gegn Íslandi kemur mexíkóskum fjölmiðlamönnum á óvart.

Andres Guardado, miðjumaður Real Betis, er með fyrirliðabandið en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Þá er Javier "Chicharito" Hernandez, sóknarmaður West Ham, hvíldur. Hann er að glíma við minniháttar meiðsli og er stefnt að því að hann spili á þriðjudag þegar Mexíkó leikur gegn Króatíu í vináttulandsleik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Íslands og Mexíkó

Þó leikurinn hafi opinberlega sagður eiga að hefjast klukkan 2 þá verður hann ekki flautaður á fyrr en 2:30. Þetta ku meðal annars vera gert til að fá fólk inn á leikvanginn fyrr.

Byrjunarlið Mexíkó
1. Jesus Corona (m)
2. Nestor Araujo
3. Carlos Salcedo
5. Diego Reyes
7. Miguel Layun
9. Raul Jimenez
10. Marco Fabian
15. Hector Moreno
17. Jesus Manuel Corona
18. Andrés Guardado
21. Jesús Gallardo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner