Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. mars 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eftir lélega sendingu tekur Guardiola 10 mínútna pásu
Guardiola leggur mikla áherslu á að halda boltanum.
Guardiola leggur mikla áherslu á að halda boltanum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er að ná flottum árangri með Manchester City en Thierry Ambrose, tvítugur leikmaður sem er í láni hjá NAC Breda í Hollandi frá City, hefur sagt frá athyglisverðum æfingaaðferðum Guardiola í samtali við SFR Sport.

Í fótboltafræðum Guardiola er lögð mikil áherslu á að halda boltanum innan liðsins og eru menn vel skammaðir á æfingum ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum Spánverjans.

„Hjá Pep snýst þetta um að halda boltanum. Ef þú gerir heimskuleg mistök þá stoppar hann æfinguna í fimm eða 10 mínútur og talar um sendinguna. Eftir að hann er búinn að stoppa æfinguna í 10 mínútur, þá viltu ekki tapa boltanum aftur," sagði Ambrose.

Guardiola hefur breytt öllu hjá City að sögn Ambrose.

„Hann hefur breytt öllu, frá U-6 liðinu til aðalliðsins," sagði strákurinn en aðferðir Guardiola eru greinilega að virka þar sem liðið er eiginlega orðið Englandsmeistari og er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem mótherjinn verður Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner